Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Auglýst er öðru sinni eftir aðilum til grenja­leita og grenja­vinnslu

Vest­ur­byggð auglýsir öðru sinni eftir aðilum til grenja­leita og grenja­vinnslu í Vest­ur­byggð.


Skrifað: 24. maí 2022

Auglýsingar

Óskað er eftir umsækjendum fyrir eitt svæði, skv. gömlu hreppaskiptingunni.

  1. Barðastrandarhreppur

Til greina kemur að ráða fleiri en einn aðila innan hvers svæðis og skal tekið fram í umsókn um hvaða svæði er sótt. Ákvörðun um ráðningu verður tekin eftir að umsóknarfresti lýkur og miðað er við að umsækjendur hefji störf skv. samkomulagi.

Vesturbyggð vekur athygli á því að ráðnir veiðimenn geta einir skilað reikningum og aðeins þeir sem hafa undirritaðan samning við Vesturbyggð fá greitt fyrir refaskott.

Reikningum skal skila fyrir 1. september 2022 og verður ekki greitt fyrir grenjavinnslu eftir það.

Minnt er á að viðkomandi þarf að hafa gilt skotvopnaleyfi og veiðikort sem framvísa þarf við samning. Tekið er við umsóknum til 30. maí næst­kom­andi.

Umsóknir berist á geir@vesturbyggd.is eða á vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt grenjavinnsla 2022.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300