Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Bæjar­stjórn­ar­fundi frestað

346. fundi bæjar­stjórnar Vest­ur­byggðar sem halda átti í dag, miðviku­daginn 18. mars 2020 hefur verið frestað í samráði við alla bæjar­full­trúa.


Skrifað: 18. mars 2020

Þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna skal samkvæmt viðbragðsáætlun Vesturbyggðar lágmarka fundarhöld og leitast við að funda í gegnum fjarfundabúnað. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er eingöngu heimilt að halda fjarfundi ef um er að ræða miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur.

Breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þar sem mælt er fyrir um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra geti veitt sveitarstjórnum heimild til að víkja frá tilteknum ákvæða sveitarstjórnarlaga til að tryggja að bæjarstjórn sé starfshæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku, m.a. með fjarfundum var staðfest af hálfu Alþingis í gær, 17. mars 2020. Beðið er nú ákvörðunar ráðherra svo unnt sé að boða og halda lögmætan bæjarstjórnarfund í gegnum fjarfundabúnað.

Viðbragðsáætlun Vesturbyggðar