Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Bætt þjón­usta fyrir börn í 1. - 4. bekk

Á 902. fundi bæjar­ráðs Vest­ur­byggðar 25. ágúst sl. var ákveðið að bæta þjón­ustu við börn í 1. – 4. bekk í Patreks­skóla og Bíldu­dals­skóla. Bæjarráð samþykkti skv. tillögu sviðs­stjóra Fjöl­skyldu­sviðs að bæta við máltíðum í hádeginu á föstu­dögum í skól­unum. Breyt­ingin tekur þegar gildi, þannig að boðið verður upp á hádeg­is­verð þann 28. ágúst nk. Mánað­ar­gjald við hádeg­is­verð mun ekki hækka við breyt­inguna.


Skrifað: 27. ágúst 2020

Fréttir

Bókun bæjarráðs:

8. Mötuneyti Patreksfirði og Bíldudal – máltíðir á föstudögum

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags. 24. ágúst 2020 vegna mötuneytis í Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Í minnisblaðinu er lagt til að börnum í 1.-4. bekk standi til boða hádegisverður á föstudögum.

Bæjarráð samþykkir að bæta við máltíð á föstudögum fyrir 1. – 4. bekk. Mánaðargjald við hádegisverð mun ekki hækka við breytinguna.

Kostnaðarauki sem hlýst af breytingunni er innan fjárhagsáætlunar.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300