Bætt þjónusta fyrir börn í 1. - 4. bekk
Á 902. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar 25. ágúst sl. var ákveðið að bæta þjónustu við börn í 1. – 4. bekk í Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Bæjarráð samþykkti skv. tillögu sviðsstjóra Fjölskyldusviðs að bæta við máltíðum í hádeginu á föstudögum í skólunum. Breytingin tekur þegar gildi, þannig að boðið verður upp á hádegisverð þann 28. ágúst nk. Mánaðargjald við hádegisverð mun ekki hækka við breytinguna.
Bókun bæjarráðs:
8. Mötuneyti Patreksfirði og Bíldudal – máltíðir á föstudögum
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags. 24. ágúst 2020 vegna mötuneytis í Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Í minnisblaðinu er lagt til að börnum í 1.-4. bekk standi til boða hádegisverður á föstudögum.
Bæjarráð samþykkir að bæta við máltíð á föstudögum fyrir 1. – 4. bekk. Mánaðargjald við hádegisverð mun ekki hækka við breytinguna.
Kostnaðarauki sem hlýst af breytingunni er innan fjárhagsáætlunar.