Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Eign til sölu – Bjark­ar­gata 8

Fast­eignir Vest­ur­byggðar kynna til sölu Bjark­ar­götu 8 á Patreks­firði, 142,1 fm, 5 herb. efrihæð í fjór­býl­is­húsi. Eignin skiptist í anddyri, eldhús, rúmgóða stofu, baðher­bergi, fjögur herbergi og geymslur.


Skrifað: 5. febrúar 2019

Eignir til sölu

Húsið er steinsteypt, kjallari og tvær hæðir, byggt 1952 og síðan byggt við húsið 1974. Húsið stendur á leigulóð landnr. 140051. Gólfplata og plötur milli hæða eru steyptar. Útveggir á upprunalegu húsi eru einangraðir að innan og steinaðir að utan, en viðbygging er einangruð að innan og pússuð og máluð að utan. Þak er valmaþak, klætt stáli.

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 212-3840, nánar tiltekið eign merkt 01.0101, birt heildarstærð er 142,1 fm.

Verð: 21.300.000 kr.

Fasteignamat 12.700.000 kr.
Brunabótamat 37.650.000 kr.

Nánari lýsing eignarinnar

Komið inn í anddyri sem er teppalagt. Hurð og stigi niður í kjallara og stigi upp á eftir hæð. Stigi og stigapallur á efri hæð teppalagður. Á stigapalli er geymsla með korki á gólfi og glugga og inngangur í gegnum hurð með gleri inn í íbúðina.

 • Gangur er með plastparketi. Skápur á gangi.
 • Herbergi 1 er með plastparketi.
 • Stofa er björt og rúmgóð með plastparketi.
 • Eldhús er með plastparketi. Með U- laga hvítri innréttingu með tengi fyrir uppþvottavél. Borðkrókur með bekk og borði.
 • Svefnherbergisgangur er með plastparketi. Einn gluggi í ganginum.
 • Baðherbergi er nýlegt með flísum og baðkari, neðri skápur með vaskborði og efri skápur með spegli. Vegghengt klósett. Gluggi á baðherbergi.
 • Herbergi 2 er rúmgott með plastparketi og stórum fataskáp.
 • Herbergi 3 er með plastparketi og fataskáp.
 • Herbergi 4 er með plastparketi og fataskáp.
 • Í sameign í kjallara er sérherbergi þar sem ekki er full lofthæð og sameiginlegt þvottahús.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:

 1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
 2. Þinglýsingargjald kr.  2.500.- kr. af hverju skjali.
 3. Lántökukostnaður lánastofnunar – mismunandi eftir lánastofnunum.

Skoðunarskylda kaupanda:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignir Vesturbyggðar benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eignarinnar við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Seljandi bendir kaupendum á að gluggar þarfnist endurnýjunar eða viðgerðar og fyrirhugaðar eru viðhaldsframkvæmdir utandyra.

Upplýsingar um eignina má nálgast í ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 á Patreksfirði, hjá Rebekku Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra og Þóru Sjöfn Kristinsdóttur.

Fasteignir Vesturbyggðar

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300