Hoppa yfir valmynd

Blús milli fjalls og fjöru 2023

Blús­há­tíðin Blús milli fjalls og fjöru, sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi í menn­ing­ar­lífi Vest­fjarða, verður haldin í 12. sinn í félags­heimili Patreks­fjarðar síðustu helgina í ágúst.


Skrifað: 21. ágúst 2023

Fréttir

Þann 25. ágúst koma fram tvær hljómsveitir, það er annars vegar Keith og strákarnir, sem flytur lög Rolling Stones, og hins vegar Langi Seli og skuggarnir sem þarf vart að kynna fyrir landsmönnum eftir að þeir slógu eftirminnilega í gegn í Söngvakeppninni. Á laugardagskvöldinu, 26. ágúst, treður Krummi Björgvins upp ásamt sínu bandi, og síðast en ekki síst blúshundarnir í Ebenezer.

Miðasala á hátíðina er á Tix og við innganginn. Nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrána má finna á Facebooksíðu hennar.