Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Bóka­safnið á Bíldudal

Bóka­safnið á Bíldudal opnar aftur fimmtu­daginn 28. maí í nýju húsnæði. Það hefur flutt í Skrímsla­setrið (fyrrum skóla­skrif­stofu) og verður þar þangað til hent­ugra húsnæði fæst.


Skrifað: 25. maí 2020

Fréttir

Framundan er meira samstarf milli bókasafnanna á Bíldudal og Patreksfirði og fyrsti liðurinn í því er samtenging útlána, lánþegar hafa núna aðgang að báðum bókasöfnunum með einu skírteini og geta einnig tekið bækur á öðru bókasafninu og skilað á hinu. Bókasafnið verður opið á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18.

Bóka­safn Bíld­dæl­inga

Forstöðumaður bókasafna Vesturbyggðar

BÓÞ

Birta Ósmann Þórhallsdóttir bokpatro@vesturbyggd.is / 450 2374