Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Bókasafnið á Bíldudal
Bókasafnið á Bíldudal opnar aftur fimmtudaginn 28. maí í nýju húsnæði. Það hefur flutt í Skrímslasetrið (fyrrum skólaskrifstofu) og verður þar þangað til hentugra húsnæði fæst.
Framundan er meira samstarf milli bókasafnanna á Bíldudal og Patreksfirði og fyrsti liðurinn í því er samtenging útlána, lánþegar hafa núna aðgang að báðum bókasöfnunum með einu skírteini og geta einnig tekið bækur á öðru bókasafninu og skilað á hinu. Bókasafnið verður opið á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18.
Bókasafn Bílddælinga
Valgerður María Þorsteinsdóttir
Muggsstofa
Sjá á korti