Hoppa yfir valmynd

Bóka­verð­laun barn­anna

Í febrúar og mars er börnum á aldr­inum 6-12 ára boðið að kjósa uppá­halds barna­bækur ársins. Kjör­seðlar eru á bóka­söfn­unum en einn heppinn þátt­tak­andi á hvoru safni, Patreks­firði og Bíldudal, hlýtur verð­laun fyrir þátt­tökuna.


Skrifað: 16. febrúar 2024

Auglýsingar

Börnin geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Opið verður fyrir kosningu til 22. mars 2024.

Bókaverðlaun barnanna er hluti af SÖGUR, verðlaunahátíð barnanna svo að þátttakendur geta stutt sínar uppáhaldsbækur áfram í kosningu KrakkaRÚV. Opnað verður fyrir þá kosningu í apríl. Úrslit verða kynnt á Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem sýnd er í beinni útsendingu á RÚV í júní.


Forstöðumaður bókasafna Vesturbyggðar

BÓÞ

Birta Ósmann Þórhallsdóttir bokpatro@vesturbyggd.is / 450 2374