Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Borró – mælingar við Patreks­höfn

Nú á næstu dögum mun prammi á vegum Vega­gerð­ar­innar vera við mælingar við Patreks­höfn vegna fyrir­hugaðs stór­skipakants.


Skrifað: 25. ágúst 2022

Pramminn er notaður til að mæla lagskiptingu jarðlaga og dýpi á klöpp sem er mikilvægur þáttur í undirbúningi verksins.

Stjórnandi prammans og borsins er Patreksfirðingurinn Friðrik Þór Halldórsson rannsóknarmaður á hafnadeild Vegagerðarinnar.