Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Brennur í Vest­ur­byggð

Áramóta­brennur sem fyrir­hugað var að halda á Patreks­firði og Bíldudal og Vest­ur­byggð óskaði leyfi til að halda hefur verið aflýst.


Skrifað: 17. desember 2020

Fréttir

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 1223/2020 sem gildir að óbreyttu til 12. janúar 2021, er ekki heimilt að veita leyfi fyrir brennum. Þar segir í 3. mgr. 5. gr.:

„Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 21.00.“

Ekki er heimild til undanþágu vegna sérstakra aðstæðna.

Það eru þó blikur á lofti, bóluefnið á leiðinni og á nýju ári stefnum við á að skella í nokkrar góðar veirubrennur og kveðja blessaða kórónuveiruna.