Hoppa yfir valmynd

Breyting á Aðal­skipu­lagi - Mjólkár­lína 2

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar samþykkti þann 20. mars sl. að gera óveru­lega breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2019-2035 skv. 2.mgr. 36.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.


Skrifað: 22. mars 2024

Skipulög í auglýsingu

Breytingin gengur út á lagfæringu á legu Mjólkárlínu 2. Gerð er breyting á sveitarfélagsuppdrætti sem og á þéttbýlisuppdrætti fyrir Bíldudal. Gerðar eru breytingar á landtökustað við Haganes og einnig litlar tilfæringar á legu strengsins að iðnaðarsvæðinun við Hól.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Vesturbyggðar í ráðhúsi eða sent fyrirspurn á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300