Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyting á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftir­far­andi aðal­skipu­lags­breyt­ingu:


Skrifað: 9. september 2019

Skipulög í auglýsingu

Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006‐2018, íbúðarsvæði við Lönguhlíð.

Breytingin felur í sér stækkun íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Svæðið er neðan leiðigarðs vegna ofanflóðavarna og verður heimilt að reisa íbúðarhús á 6 lóðum, allt að fjórar íbúðir á hverri lóð.

Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 frá og með mánudeginum 9. september til 21. október 2019 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Borgartúni 7b, 105 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 21. október 2019.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300