Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyting á aðkomu að tjald­svæðinu á Bíldudal

Fyrir­hugað er að hefja fram­kvæmdir við nýtt fjöl­býl­ishús á fyll­ing­unni við tjald­svæðið á Bíldudal nú á allra næstu dögum. Vegna þeirra fram­kvæmda sem fara þar af stað verður að færa aðkomu að tjald­svæðinu nær Byltu eins og sýnt er á meðfylgj­andi mynd en lokað verður fyrir aðgengi að tjald­svæði frá Hafn­ar­braut um Sæbakka og því verður ekki lengur hægt að komast inn á svæðið þá leið.


Skrifað: 18. júlí 2022

Auglýsingar

Áfram verður hægt að nota seyrulosun sem er við Sæbakka en til lengri framtíðar mun sú aðstaða verða færð á nýjan stað.

Framkvæmdunum mun fylgja ónæði, aðalega hávaði en reynt verður eftir fremsta megni að halda ónæði í lágmarki og að vinnuvélar verði starfandi á þeim tíma að tjaldsvæðisgestir verði truflaðir sem minnst.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300