Hoppa yfir valmynd

Breyting á deili­skipu­lagi Bíldu­dals­hafnar, grennd­arkynning

Á 105. fundi skipu­lags- og umhverf­is­ráðs Vest­ur­byggðar þann 11. apríl 2023, var samþykkt að grennd­arkynna breyt­ingu á deili­skipu­lagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.


Skrifað: 2. júní 2023

Skipulög í auglýsingu

Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8×2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Uppdrættir eru einnig til sýnis á bæjarskrifstofum Vesturbyggðar að Aðalstræti 75.

Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er til 3. júlí 2023.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, eða rafrænt á vesturbyggd@vesturbyggd.is  merkt „Strandgata 10-12, Bíldudalur“ .

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum, skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fá erftirfarandi lóðarhafar

Hafnarteigur 4

Strandgata 5, 6, og 7.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300