Breyting á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar
Á fundi heimastjórnar Arnarfjarðar þann 12. febrúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar.
Eftirfarandi var bókað:
Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulags Hvestuvirkjunar. Breytingin gengur út að afmörkuð er lóð í fjórum skikum að heildarstærð 6.870 m² sem fær nafnið Hvestuvirkjanir. Vegslóði á uppdrætti er uppfærður til núverandi horfs og safnskurðum hnikað til skv. núverandi legu þeirra. Innan lóðarskikanna eru steinsteyptar stíflur með yfirfalli, botnrás, inntaksþró auk stöðvarhúsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti tillöguna og lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 7. fundi sínum að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hér með gefst tækifæri á að koma með athugasemdir við breytinguna á deiliskipulaginu.