Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyting á deili­skipu­lagi Látra­bjargs

Auglýst er tillaga að breyttu deili­skipu­lagi Látra­bjargs, breytt lega Örlygs­hafn­ar­vegar um Hvallátur. Breyt­ingin fjallar um breytta legu Örlygs­hafn­ar­vegar á um 2 km kafla suður fyrir Hvallátur.


Skrifað: 7. september 2020

Skipulög í auglýsingu

Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi Látrabjargs

Auglýst er tillaga að breyttu deiliskipulagi Látrabjargs, breytt lega Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Breytingin fjallar um breytta legu Örlygshafnarvegar á um 2 km kafla suður fyrir Hvallátur.

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi breytingum á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

Breyting á aðalskipulagi á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur

Breytingin fjallar um breytta legu Örlygshafnarvegar á um 2 km kafla suður fyrir Hvallátur.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með mánudeginum 7. september til 19. október 2020 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 19. október 2020. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300