Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyt­ingar á þjón­ustu

Í samræmi við fjár­hags­áætlun Vest­ur­byggðar fyrir árið 2020 standa nú yfir nokkrar breyt­ingar á þjón­ustu sveit­ar­fé­lagsins fyrir íbúa á Bíldudal.


Skrifað: 12. febrúar 2020

Bókasafn Bílddælinga hefur verið lokað frá áramótum og stendur nú yfir vinna við að flytja bókasafnið úr núverandi húsnæði og að Strandgötu 7. Unnið er að því að breyta starfsemi safnsins og auka aðgengi íbúa að bókakosti safnsins enn frekar. Tilkynnt verður nánar um breytingarnar síðar.

Þá er gert ráð fyrir sölu á húsnæðinu í Læk þar sem félagsstarf aldraðra hefur farið fram síðustu árin. Síðan haustið 2018 hefur húsnæðið ekki verið nýtt sem skyldi og er nú unnið að breytingum á skipulagi félagsstarfs aldraðra á Bíldudal. Verða þær breytingar tilkynntar sérstaklega eldri borgurum.

Þá er einnig verið að undirbúa í samræmi við fjárhagsáætlun ársins að skipuleggja starfsstöðvar fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, þannig að þeir geti í auknu mæli sinnt störfum sínum á Bíldudal.