Breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi
Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 – Örlygshafnarvegur og breyting á deiliskipulagi Örlygshafnarvegar
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 25. nóvember 2020 breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna Örlygshafnarvegar ásamt breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs um sama efni. Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 31. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 7. september til 19. október 2020. Engar athugasemdir bárust en umsagnir leiddu til efnislegra breytinga á tillögunum sem fólust einna helst í smávægilegum lagfæringum á texta í greinargerð með báðum tillögum. Engar breytingar á uppdráttum.
Tillögurnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar og samþykktar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðal- og deiliskipulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulags- eða byggingarfulltrúa Vesturbyggðar.