Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyt­ingar á deili­skipu­lagi – Hafn­ar­svæði Patreks­firði og snjóflóða­varnir Klif

Skipu­lags­full­trúi auglýsir breyt­ingar á deili­skipu­lagi hafn­ar­svæð­isins á Patreks­firði og snjóflóða­garðs við Klif ofan við Patreks­skóla. Athuga­semdum og ábend­ingum skal komið á fram­færi í síðasta lagi 5. nóvember.

 


Skrifað: 8. október 2018

Skipulög í auglýsingu

Samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Patreksfirði.

Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum meðfram íbúðargötu Mýrar og hafnarsvæði efst í hlíðinni. Heildarsvæði skipulagsins stækkar um 82 m². Lóð, ætluð sem geymslusvæði fyrir kör, næst Mýrum 1 minnkar úr 1958 m² og í 749 m².

Breyting á deiliskipulagi Klif – snjóflóðavarnargarður.

Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum meðfram Patreksskóla og Klif – varnargarði. Heildarsvæði skipulagsins minnkar um 3495 m².

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 5. nóvember 2018.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300