Breytingar á sorpgjöldum
Við álagningu gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs á árinu 2023 voru innleiddar ýmsar breytingar á gjaldskrá Vesturbyggðar svo gjaldskráin tæki mið af breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs. Sveitarfélögum er nú óheimilt að greiða niður meðhöndlun úrgangs og ber að innheimta sem næst raunkostnaði.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem miða að því að auka sveigjanleika og möguleika íbúa á að lækka kostnað vegna meðhöndlunar úrgangs.
Helstu breytingar sem samþykktar hafa verið eru:
- Íbúum gefst kostur á að sækja um minna ílát fyrir almennt sorp, 120l í stað 240l ílát.
- Íbúar í fjölbýlishúsum, rað- og parhúsum gefst kostur á að sameinast um sorpílát.
- Íbúar með heimajarðgerð geta sótt um að fá felld niður gjöld á íláti fyrir lífrænan úrgang gegn því að sýna fram á aðstöðu til heimajarðgerðar.
Íbúar geta jafnframt sótt um aukatunnu fyrir endurvinnsluefni. Kostnaður við aukatunnu fyrir endurvinnsluefni (pappa og plast) er 80% af kostnaði við endurvinnslutunnuna sem er við hvert heimili.
Þær breytingar sem gerðar voru á sorpílátum á árinu 2022 haldast inni á milli ára að undanskildu undanþágu frá því að vera með tunnu fyrir lífrænan úrgang, um það þarf að sækja ár hvert.
Allar umsóknir um breytingar þurfa að berast skrifstofu Vesturbyggðar ekki síðar en 24. janúar 2024 á netfangið innheimta@vesturbyggd.is áður en vinna við álagningu fasteignagjalda líkur. Berist umsókn eftir þann tíma verður innheimt breytingargjald kr. 4.025 af viðkomandi fasteign.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við skrifstofu Vesturbyggðar í síma 450-2300 eða senda fyrirspurnir á netfangið innheimta@vesturbyggd.is
Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs má nálgast hér.