Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Búningaskiptimarkaðir
Bókasöfnin á Patreksfirði og Bíldudal standa fyrir búningaskiptimörkuðum dagana 5. og 6. febrúar í tæka tíð fyrir öskudaginn þann 14. febrúar.
Öll geta komið með búninga og skipst á búningum af öllum stærðum og gerðum. Viðburðinum er ætlað að stuðla að hringrásarhagkerfinu og auka endurnýtingu.
Búningaskiptimarkaðurinn verður kl. 16-18 mánudaginn 5. febrúar og þriðjudaginn 6. febrúar á bókasafni Patreksfjarðar og kl. 16-17:30 á þriðjudeginum á Muggsstofu. Öll eru hjartanlega velkomin, líka þau sem vilja einungis losa sig við búninga eða fá nýjan en þurfa ekki að skipta.