Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Covid smit á Patreks­firði

Nokkur covid smit hafa nú komið upp á Patreks­firði. Í samráði við umdæm­is­lækni sótt­varna á Vest­fjörðum og á meðan unnið er að smitrakn­ingu verða takmark­anir á starf­semi eftir­far­andi stofnana Vest­ur­byggðar á Patreks­firði á morgun, miðviku­daginn 24. nóvember.

  • Engin starf­semi verður í Patrek­skóla, kennsla fellur niður í grunn­skól­anum, leik­skóla­deild­inni Klif, frístund og annarri íþrótt­a­starf­semi á vegum skólans.
  • Kennsla í íþrótta­skól­anum á Patreks­firði fellur niður.
  • Kennsla fellur niður í Tónlist­ar­skóla Vest­ur­byggðar.
  • Bóka­safn Vest­ur­byggðar á Patreks­firði verður lokað.  

Opið verður í sýna­töku á vegum Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða í Félags­heim­ilinu á Patreks­firði frá kl. 21:00 í kvöld og aftur kl. 08:00 á morgun, miðviku­daginn 24. nóvember nk. Allir íbúar með einkenni (þó þau séu lítil) eða tengsl við smitaða einstak­linga eru velkomnir í sýna­tökuna og opið er fyrir bókanir á Heilsu­veru.

Vest­ur­byggð hvetur íbúa til að mæta í sýna­töku ef þeir finna minnstu einkenni. Þá eru íbúar hvattir til að gæta að einstak­lings­bundnum sótt­vörnum og saman gera allt það sem í valdi okkar stendur til að hindra frekari útbreiðslu smita í samfé­laginu okkar.


Skrifað: 23. nóvember 2021