Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Dagfor­eldrar á Patreks­firði

Daggæslu í heima­húsum er sinnt af sjálf­stætt starf­andi dagfor­eldrum sem hafa form­legt leyfi yfir­valda til þess að gæta barna í heim­húsum. Leyfi eru veitt samkvæmt gild­andi reglu­gerð um daggæslu barna í heima­húsum og reglum Vest­ur­byggðar sem nálgast má hér fyrir neðan en fræðslu- og æsku­lýðsráð er búið að samþykkja tíma­bundnar reglur fyrir dagfor­eldra á Patreks­firði.


Skrifað: 8. febrúar 2023

Starfsauglýsingar

Reglur Vesturbyggðar um niðurgreiðslur til dagforeldra getur hafist frá þeim tíma sem sameiginlegu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Niðurgreiðslurnar miðast við að barn sé að lágmarki 4 klst. í vistun á dag.

Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 þurfa þeir aðilar sem ætla að starfa við daggæslu barna í heimahúsum á Patreksfirði að sækja um starfsleyfi til velferðarráðs.

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2023

Dagforeldrar sem hyggjast starfa á Patreksfirði samkæmt þessum tímabundnu reglum stendur til boða aðstaða á Patreksfirði án endurgjalds. Fyrirhuguð aðstaða fyrir dagforelra verður í Safnaðarheimilinu. Sveitarfélagið styrkir viðkomandi dagforeldra til að sækja nauðsynleg námskeið og dagforeldrar geta sótt um stuðningsstyrk til að standa undir tilteknum lágmarkstekjum skv. reglum Vesturbyggðar.

Fólk er hvatt til að  nýta sér þetta atvinnutækifæri.

Frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300