Hoppa yfir valmynd

Dagfor­eldri á Barða­strönd

Daggæslu í heima­húsum er sinnt af sjálf­stætt starf­andi dagfor­eldrum sem hafa form­legt leyfi yfir­valda til þess að gæta barna í heim­húsum. Leyfi eru veitt samkvæmt gild­andi reglu­gerð um daggæslu barna í heima­húsum og reglum Vest­ur­byggðar sem má nálgast hér fyrir neðan.


Skrifað: 30. september 2022

Auglýsingar

Reglur Vesturbyggðar um niðurgreiðslur til dagforeldra miðast við börn frá 9 mánuða aldri eða frá þeim tíma sem sameiginlegu fæðingarorlofi foreldra er lokið, eða 6 mánuði ef foreldri fer eitt með forræði barns. Niðurgreiðslur fyrir hvert barn miðast við lágmarks 4 klst vistun á dag (sjá gjaldskrá Vesturbyggðar). Niðurgreiðslur vegna barns renna beint til dagforeldra.

Leyfi Velferðarráðs tekur til allt að fjörgurra barna samtímis að meðtöldum þeim sem eru fyrir á heimilinu yngri en sex ára.

Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 þurfa þeir aðilar sem ætla að starfa við daggæslu barna í heimahúsum í Vesturbyggð að sækja um starfsleyfi til Velferðarráðs.

Dagforeldrum sem hyggjast starfa á Barðaströnd stendur til boða aðstaða án endurgjalds í húsnæði Birkimelsskóla og þá styrkir sveitarfélagið viðkomandi dagforeldri til að sækja nauðsynleg námskeið sem og unnt er að sækja um stuðningsstyrk skv. reglum Vesturbyggðar.

Öll ráðgjöf varðandi undirbúning og framkvæmd er veitt hjá Vesturbyggð. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við sveitarfélagið og nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Arnheiður Jónsdóttir í síma 450 2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300