Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Deild­ar­stjóri 1 við stoð­þjón­ustu Patreks­skóla

Helstu verk­efni og ábyrgð er að skipu­leggja og stýra fyrir­komu­lagi stoð­þjón­ustu.


Skrifað: 18. mars 2022

Starfsauglýsingar

Starfssvið

  • Skipuleggja og stýra fyrirkomulagi stoðþjónustu
  • Kennsla nemenda með sérþarfir
  • Skipuleggja framkvæmd kennslu barna með íslensku sem annað mál
  • Vera í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og vera ráðgefandi aðili við gerð þeirra
  • Vera kennurum skólans faglegur ráðgjafi um skipulag kennslu
  • Vera öðrum kennurum skólans innan handar varðandi skipulag kennslu nemenda með sérþarfir
  • Leiðbeina stuðningsfulltrúum í samstarfi við umsjónarkennara
  • Gera stundatöflur stuðningsfulltrúa í samráði við skólastjóra og kennara
  • Stýra fundum svæðisbundins farsældarráðs og vera í samskiptum við málastjóra
  • Aðstoða umsjónarkennara til að vera í samstarfi við heimili, skóla og stoðþjónustu vegna nemenda með sérþarfir
  • Annast samskipti við sérfræðinga skólateymis Patreksskóla í samráði við skólastjóra eða aðra aðila stoðþjónustunnar
  • Halda utan um niðurstöður greininga/skimana í samráði við skólastjóra, skipuleggja og fylgja eftir inngripum í kjölfar skimana
  • Hafa eftirfylgd með sértækum verkefnum innan stoðþjónustunnar sem tengjast nemendum
  • Tengiliður nemenda samkvæmt farsældarlögum

Menntunar og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (s.s. þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun)
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði sérkennslu
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir, netfang: asdissnot@vesturbyggd.is og í síma 863 0465. Umsóknir skulu berast á sama netfang.