Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Deild­ar­stjóri - Araklettur

Leitað er eftir deild­ar­stjóra í 100% stöðu, við leik­skólann Araklett á Patreks­firði.


Skrifað: 23. september 2022

Starfsauglýsingar

Á leikskólanum eru núna 42 börn en er áformað að stækka leikskólann í vetur og gera pláss fyrir a.m.k. 20 börn í viðbót. Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur, gleði og vinátta og endurspegla þau stefnu leikskólans þar sem við vinnum með Uppeldi til ábyrgðar sem okkar uppeldis- og agastefnu, en sú stefna stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Við lítum á leikinn sem náms- og þroskaleið barnsins svo við gefum honum góðan tíma og nægt rými til að þróast. Við nýtum okkur Lubba til að efla málþroskann og Vináttu/Blæ til að efla félagsþroskann og er þekking á þeim kostur í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Vesturbyggðar.
  • Sér um daglegan rekstur deilarinnar, sem felst m.a. í verkstjórn á deildinni, skipulagningu, famkvæmd og mati starfsins
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra / forráðamenn barnanna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Sérhæfð hæfni á leikskólastigi
  • Reynsla af deildarstjórn á leikskóla er kostur
  • Frumkvæðni, stjálfstæði og skipulögð vinnubrögð, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttafélags og sambands íslenskra sveitafélaga.

Vakin er athygli á því að ef við náum ekki að ráða leikskólasérkennara og leikskólakennara kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn fylgi, leyfisbréf, ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergdís Þrastardóttir, Leikskólastjóri, í netfang araklettur@vesturbyggd.is, eða í síma 450 2343 eða 856 2343.