Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Deild­ar­stjóri í Patreks­skóla

Viltu þú vera hluti af metn­að­ar­fullum starfs­manna­hópi þar sem skap­andi og fjöl­breyttir kennslu­hættir eru hafðir að leið­ar­ljósi? 


Skrifað: 19. júní 2023

Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. 

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra 1 við Patreksskóla frá og með 1. ágúst 2023. 

Stöðuhlutfall er 100% og þarf af stjórnunarumfang 30%. 

Starfssvið

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leik- og grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og menntastefnu Vesturbyggðar
  • Staðgengill skólastjóra
  • Frumkvæði að samskiptum við nemendur og foreldra
  • Yfirumsjón með skipulagi og starfsáætlun nemenda
  • Sér um að manna forföll og almennt starfsmannahald frá degi til dags
  • Leiðir stigsfundi
  • Hefur yfirumsjón með námsgögnum og gerir tillögu að innkaupum
  • Sinnir kennslu samkvæmt kennsluskyldu
  • Önnur þau verkefni sem skólastjóri felur honum, enda samrýmist þau starfssviði hans
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár stofnunarinnar, ársáætlunar, mati á starfsemi skólans og vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2023

Umsókn sendist á asdissnot@vesturbyggd.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri.

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. 

Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Patreksskóli skólastjóri

JHSB

joninas@vesturbyggd.is/+354 450 2320