Deildarstjóri - Tjarnarbrekka
Deildarstjóri óskast við leikskólann Tjarnarbrekku, Bíldudal.
Viltu vera hluti af metnaðarfullum starfsmannahópi þar sem skapandi og fjölbreyttir kennsluhættir eru í fyrirrúmi? Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með tvær starfsstöðvar á Bíldudal, Vesturbyggð; Bíldudalsskóla og leikskólann Tjarnarbrekku.
Einkunnarorð skólans eru: samskipti – samvinna – sköpun
Leikskólinn Tjarnarbrekka leitar að deildarstjóra frá og með 1. ágúst 2023. Leikskólakennara sem hefur áhuga á að taka þátt í gróskumiklu leikskólastarfi þar sem faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina og grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfinu.
Á Tjarnarbrekku lítum við á leikinn sem náms- og þroskaleið barnsins svo við gefum honum góðan tíma og nægt rými til að þróast. Við nýtum okkur Lubba til að efla málþroskann og Vináttu/Blæ til að efla félagsþroskann og er þekking á þeim kostur í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni og unnið sé eftir skólanámskrá
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og til leikskólastjóra
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
- Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2023
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.