Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Deild­ar­stjóri yngsta stigs Patreks­skóla

Patreks­skóli leitar að metn­að­ar­fullum, sjálf­stæðum og dríf­andi starfa­manni með þekk­ingu og áhuga á skóla­starfi. Patreks­skóli er um 100 barna skóli, með 10 bekkj­ar­deildir og efstu deild leik­skóla. Skólinn er með veglegt íþróttahús og sund­laug í örfárra skrefa fjar­lægð. Patreks­skóli vinnur með Uppbygg­ing­ar­stefnuna að leið­ar­ljósi og einkunn­arorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna. Fjöl­breyttir kennslu­hættir og einstak­lings­miðað nám og vinna með styrk­leika nemenda er í fyrir­rúmi.


Skrifað: 5. ágúst 2020

Starfsauglýsingar

Starfssvið

  • Deildarstjóri er millistjórnandi og ber ábyrgð á skólahaldi á yngsta skólastigi.
  • Fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila.
  • Umsjón með sérúrræðum nemenda í samráði við kennara og aðra stjórnendur.
  • Skipulagning heildstæðs skóla fyrir 5–9 ára nemendur, þ.m.t. frístund
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

Menntunar og hæfniskröfur

  • Einstaklingur með leyfisbréf til kennslu sem er metnaðarfullur og víðsýnn.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða kennslufræði æskileg
  • Leiðtogafærni og hæfni til að leiða framsækið skólastarf
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Reynsla af teymisvinnu kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2020

Sveitarfélagið aðstoðar við flutning og við að útvega húsnæði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Frekari upplýsingar um störfin gefur skólastjóri Patreksskóla Ásdís Snót Guðmundsdóttir. Umsóknir skulu berast  á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is