Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Deiliskipulag Brjánslækur, Brjánslækjarhöfn og Flókatóftir
Samþykkt deiliskipulags Brjánslækjar, Brjánslækjarhafnar og Flókatófta.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 20. apríl 2022 deiliskipulag Brjánslækjar, Brjánslækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust en umsagnir leiddu til efnislegra breytinga á tillögunni sem fólust einna helst í breytingum varðandi minjar innan skipulagssvæðisins.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulags- eða byggingarfulltrúa Vesturbyggðar.