Seftjörn lóð 1 skipulagsauglýsing
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
Deiliskipulag fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1.
Deiliskipulagið nær yfir mannvirki fiskeldisstöðvarinnar Eldisvarrar í landi Seftjarnar á Barðaströnd. Svæðið er um 1,9 ha að stærð og er staðsett á landræmu á milli Barðastrandarvegar og Vatnsfjarðar.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi breytingum á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
Breyting á aðalskipulagi á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis við Seftjörn, lóð 1 á Barðaströnd.
Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við í landi Seftjarnar á Barðaströnd.
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með föstudeginum 28. ágúst til 12. október 2020 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 12. október 2020.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.