Deiliskipulagsáætlun – Landspilda úr landi Fremri-Hvestu í Arnarfirði
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi
Deiliskipulagsáætlun-Landspilda úr landi Fremri-Hvestu í Arnarfirði
Deiliskipulagið nær til um 4ha spildu úr landi Fremri-Hvestu í Vesturbyggð. Landnúmer er 140442 og er svæðið rétt utan við Gölt, neðan undir svokallaðri Andahvilft. Eigandi lands stefnir að því að reisa frístundahús á lóðinni. Engin mannvirki eru fyrir á landinu.
Deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63 frá og með mánudeginum 25. júní til 6. ágúst 2018.
Tillagan er einnig til sýnis hér
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 6. ágúst 2018.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Virðingarfyllst
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar