Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Dreifing á brúnum tunnum fyrir lífrænan úrgang

Á morgun laug­ar­daginn 29. janúar munu björg­un­ar­sveitir á sunn­an­verðum Vest­fjörðum aðstoða Kubb ehf við dreif­ingu á brúnum tunnum sem ætlaðar eru söfnun á lífrænu úrgangs­efni. Björg­un­ar­sveitir munu skilja tunnur eftir við, eða nærri þeim tunnum sem þú þegar eru við hús.


Skrifað: 28. janúar 2022

Auglýsingar, Fréttir

Vegna sóttvarna mun ekki verða bankað upp á í þessari ferð. Íbúar eru beðnir að aðstoða við að gæta að því að ílátin verði vandlega fest á góðum stað eða tryggilega frágengin.

Á heimasíðu Kubbs ehf. eru komnar upplýsingar um hvernig flokkun í tunnur og frágangur á efnisflokkum fer fram sjá slóð https://www.kubbur.is/blog-posts/dreifing-tunnum-vesturbygg-og-tlknafiri

Bækling verður svo komið fljótlega í hús til íbúa, en tímabundin vandkvæði hafa orðið á þeim ferlum sem fyrirhugaðir voru í dreifingu og upplýsingaflæði til íbúa vegna þess ástands sem verið hefur í tengslum við Covid 19.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300