Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Dreifing á tunnum í Vesturbyggð og Tálknafirði
Í janúar mun Kubbur með hjálp björgunar- og hjálparsveita byggðalaganna dreifa söfnunarílátum undir endurvinnsluefni og lífrænan heimilisúrgang.
Skrifað: 18. janúar 2022
Brún 120 lítra tunna er ætluð undir lífræna úrganginn. Blá/græn tunna er ætluð undir pappa og pappír og 55 lítra innrahólf á að vera undir plastumbúðir og plastfilmu.
Hér fyrir neðan má finna sorphirðubækling sem mun berast von bráðar inn á öll heimili. Sorphirðudagatal fyrir árið 2022 má nálgast hér.