Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Eingöngu rafrænir reikn­ingar frá næstu áramótum

Frá og með 1. janúar 2024 mun Vest­ur­byggð eingöngu taka á móti rafrænum reikn­ingum


Skrifað: 28. september 2023

Því verða reikningar sem berast með öðru móti, t.d. á pappírsformi eða sem pdf skjöl í tölvupósti endursendir með ósk um að fá þá aftur sem rafræn skjöl.

Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að auka skilvirkni í skráningu og greiðslu reikninga sem berast sveitarfélaginu. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér útgáfu rafrænna reikninga, en á markaðnum er fjöldi lausna sem henta stórum sem smáum aðilum í rekstri.