Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Endurskoðun á skólastefnu Vesturbyggðar
Nú stendur yfir endurskoðun á skólastefnu Vesturbyggðar. Meðal þess sem litið er til við endurskoðun stefnunnar er að greina hvar við erum stödd og hvert við viljum stefna í skólamálum í Vesturbyggð. Vesturbyggð nýtur ráðgjafar Ásgarðs (AIS ehf.) við endurskoðun stefnunnar.
Vesturbyggð vill því heyra frá þér, hvert vilt þú að skólamál í Vesturbyggð stefni til framtíðar?
Um er að ræða fjarfund 22. mars nk. sem fer fram á þessum hlekk á Zoom: https://us06web.zoom.us/j/87965721394
Fundurinn hefst kl. 20:00 og lýkur um kl. 21:30.
Dagskrá fundarins
- Kynning á endurskoðun skólastefnu, stýrihóp og tímalínu – Kristrún Lind Birgisdóttir
- Fyrirlestur – umræður/spurningar
- Gerð og mikilvægi skólastefnu sveitarfélaga – Kristrún Lind Birgisdóttir
- Hópavinna – Stýrihópur stjórnar umræðum.
- Samantekt. Hópar kynna helstu niðurstöðu fyrir öllum fundarmönnum
- Lokaorð – Kristrún Lind Birgisdóttir
Hvetjum alla sem áhuga hafa að tengja sig inn á fundinn.