Eyfaraf - Rafvirki óskast
Eyfaraf óskar eftir rafvirkja með sveinspróf til almennra raflagna starfa, nýlagnir og viðhald og bilanagreiningar. Starfssvið er fjölbreytt, iðnaðarrafmagn, húsarafmagn og skipa rafmagn sem dæmi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn rafmangsvinna
- Nýlagnir
- Viðgerðir, viðhald og bilanagreining
- Mjög fjölbreytt verkefni
- Samskipti við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun hið minnsta
- Góð þekking á iðnstýringum, iðntölvum, iðnaðarrafmagni og hraðastýringum er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna í hóp
- Góðir samskiptahæfileikar og umbótahugsun
- Geta til að vinna undir tímatakmörkunum og miklu álagi
- Góð almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023
Eyfaraf er rafverktakafyrirtæki á Patreksfirði með 4 starfsmenn. Erum í mjög fjölbreyttum verkefnum um alla sunnanverða Vestfirði. Hvetjum við einstaklinga af öllum kynjum að sækja um. Fullt af spennandi verkefnum framundan.
Hvetjum eindregið fjölskyldufólk til að sækja um þar sem nægir atvinnumöguleikar eru á svæðinu og mikil uppbygging í gangi. Góður grunnskóli og laus pláss á leikskóla.
Erum með lausa íbúð til leigu fyrir starfsmenn.
Umsóknir og frekari upplýsingar á https://alfred.is/starf/rafvirki-oskast-15