Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Eyrar­gata 5 grennd­arkynning

Á 99. fundi Skipu­lags- og umhverf­is­ráðs þann 17. október 2022 var samþykkt að grennd­arkynna erindi um deili­skipu­lags­breyt­ingu hafn­ar­svæðis á Patreks­firði sem nær yfir lóð Eyrar­götu 5 á Patreks­firði.

 


Skrifað: 9. janúar 2023

Skipulög í auglýsingu

Breytingin fjallar um að byggingarreitur við Eyrargötu 5 verði stækkaður um 10 m til suðausturs til þess að rúma auknar byggingarheimildir innan lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar grenndarkynnir hér með erindið fyrir eigendum fasteigna í nágrenni í samræmi við samþykkt þessa og með vísan til 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meðfylgjandi tillaga um deiliskipulagsbreytingu, er kynnt á heimasíðu Vesturbyggðar og er til sýnis á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna.

Athugasemdum skal skila skriflega á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is, eigi síðar en 28. desember 2022.

Athugasemdafrestur framlengdur til og með 23. janúar 2023.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300