Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Félags­fundur SASV

Boðað til félags­fundar samtaka atvinnu­rek­enda á sunn­an­verðum Vest­fjörðum (SASV) fimmtu­daginn 5. nóvember 2020 en fund­urinn verður haldinn í fjar­fundi á ZOOM. Vinsam­legast látið vita af komu ykkar í netfangið gudrun­anna@vest­firdir.is og þið fáið sent fund­arboð á miðviku­daginn í næstu viku.


Skrifað: 30. október 2020

Auglýsingar

Bjóðum alla atvinnurekendur velkomna í félagið.

Dagskrá

  1. Samgöngumál
  2. Uppbyggingarsjóður kynning frá Vestfjarðastofu
  3. Önnur mál

Samtökin hafa verið að vinna mikið í samgöngumálum á svæðinu og munu kynna þá vinnu fyrir félagsmönnum. Lokafrestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð er 12. nóvember og SASV vill hvetja alla til að sækja um til að koma spennandi verkefnum í gang.

Að lokum verða umræður.

Formaður SASV
Sigurður V. Viggósson