Félagsstörfin á Fjallið í bíó
Fimmtudaginn 6. mars kl. 14:00 ætla selin, það er félagsstarf eldra fólks í öllu sveitarfélaginu, saman í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði til að sjá kvikmyndina Fjallið.
Allt eldra fólk er hjartanlega velkomið.
Myndinni er lýst sem þroskasögu um ást og missi. Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið framávið.
