Hoppa yfir valmynd

Félags­störfin á Snert­ingu í bíó

Fimmtu­daginn 14. nóvember kl. 14:00 ætla selin saman í Skjald­borg­arbíó á Patreks­firði til að sjá kvik­myndina Snert­ingu.


Skrifað: 11. nóvember 2024

Allt eldra fólk er hjartanlega velkomið, miðinn kostar 1.000 kr.

Snertingu er leikstýrt af Baltasar Kormáki og byggir á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Kristófer, sjötugur ekkill, kominn á eftirlaun, leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heims-faraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans.