Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Auglýst er eftir stuðn­ings­aðila

Félags­þjón­usta Vestur- Barða­strand­ar­sýslu leitast eftir því að ráða stuðn­ings­aðila fyrir ungann dreng á Patreks­firði, í sumarstarf með mögu­leika á áfram­hald­andi starfi í vetur!


Skrifað: 11. júlí 2022

Starfsauglýsingar

Starfið felur í sér félagslegan stuðning sem er aðlagaður að þörfum og áhugasviði barnsins. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, metnaði, hugmyndaauðgi og þolinmæði. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

Um er að ræða fullt starf frá 8-16 frá júlí til ágúst 2022. Möguleiki er á áframhaldandi starfi í vetur í 2-3 klst á dag og er því tilvalið sem starf með námi eða aukavinna.

Starfið er bæði gefandi og skemmtilegt!

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2022

Umsóknir og nánari upplýsingar veitir Guðmunda Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá félagsþjónustunni í síma 450 2300 eða á radgjafi@vesturbyggd.is.