Hoppa yfir valmynd

Félags­þjón­ustan óskar eftir tilsjón­ar­aðila

Félags­þjón­usta Vestur-Barða­strand­ar­sýslu óskar eftir því að ráða til sín tilsjón­ar­aðila. Tilsjón­ar­maður er ráðinn á grund­velli barna­verndar og er fyrst og fremst ætlað að aðstoða foreldra við að sinna forsjár- og uppeld­is­skyldum sínum þannig að sem best henti hag og þörfum barns.


Skrifað: 5. janúar 2021

Starfsauglýsingar

Umsókn um tilsjón þurfa að fylgja eftirfarandi gögn

  • Heilbrigðisvottorð
  • Samþykki fyrir því að barnaverndarnefnd afli upplýsinga úr sakaskrá
  • Yfirlit yfir starfsferil, menntun og reynslu af starfi með börnum

Ekki er gerð krafa um menntun en talið kostur ef umsækjandi hefur ákveðna þekkingu og mögulega reynslu af starfi með börnum og fjölskyldum, sé góður hlustandi og hafi hæfileika til að leiðbeina og miðla þekkingu.

Um er að ræða hlutastarf, 3-4 klst í viku, viðkomandi er ráðinn í tímabundið starf. Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir.