Félagsvist í Muggsstofu
Fimmtudagskvöldið 10. október kl. 20:00 býður félagsstarfið í Muggsstofu á Bíldudal íbúum í félagsvist.
Öll eru hjartanlega velkomin, ungnir sem aldir, fólk með mikið keppnisskap og fólk með lítið keppnisskap og líka þau sem hafa ekki spilað félagsvist áður. Farið verður létt yfir framkvæmdina og reglurnar á staðnum og auk þess eru reyndari leikmenn boðnir og búnir að aðstoða.
Veitt verða lítil og létt verðlaun. Þátttaka er ókeypis og það er óþarfi að skrá sig, bara mæta. Kaffi verður á könnunni en vilji þátttakendur neyta veitinga í föstu formi eru þeir hvattir til að koma með þær sjálfir.