Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Ferjan Baldur - Aukaferð á morgun
Sæferðir hafa fellt niður báðar ferðir ferjunnar Baldurs í dag, föstudaginn 14. febrúar, vegna veðurs og sjólags.
Baldur mun sigla aukaferð á morgun laugardag:
Brottför frá Stykkishólmi kl. 09:00
Brottför frá Brjánslæk kl. 12:00
Farþegum og flutningsaðilum er bent á að fylgjast með fréttum á vefsíðu Sæferða, www.saeferdir.is. Einnig er bent á að mikilvægt er að bóka í ferðir Baldurs til að tryggja pláss, er það m.a. hægt á síðunni þeirra eða með því að hringja í síma 433 2254.