Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Ferjan Baldur í slipp í maí
Um er að ræða hefðbundna og reglubundna slipptöku sem framkvæmd er á þurru landi annað hvert ár.
Slipptakan fer fram í Reykjavík frá 3. maí og gera áætlanir ráð fyrir um 2 vikum og að ferjan verði komin aftur í áætlun mánudaginn 17. maí.
Í fjarveru Baldurs mun farþegaskip Sæferða, Særún sigla til Flateyjar, nánar um það síðar.