Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Fjallskil - verktaka
Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa eftir aðila/aðilum í verktöku til að sinna fjallskyldu í landi sveitarfélaganna og ábendingum sem kunna að berast um óskilafé í samræmi við ákvæði laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt.
Meginverkefni
- Sinnir fjallskilum í landi sveitarfélaganna skv. fjallskilaseðli hvers árs.
- Tekur við ábendingum um óskilafé og skipuleggur leitir.
- Kemur heimtu fé til réttra búfjáreigenda og ómörkuðu fé í slátrun.
Hæfniskröfur
- Góð þekking á svæðinu
- Reynsla af smalamennskum er kostur
- Sjálfstæði og skipulagshæfileikar
- Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
- Gilt skotvopnaleyfi