Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Fjallskila­seðill 2020 – uppfært eintak

Fjallskila­nefnd Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarðar hefur unnið úr innsendum athuga­semdum við fjalla­skila­seðil 2020, sem birtur var 2. sept­ember 2020. Athuga­semd­irnar voru teknar fyrir á 24. fundi nefnd­arinn 17. sept­ember sl. og er hér birtur uppfærður fjallskila­seðill 2020.


Skrifað: 21. september 2020

Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem auglýst er í B- deild Stjórnartíðinda. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar áréttar að fara verður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út um göngur og réttir vegna Covid-19 og aðgengilegar eru á heimasíðu sveitarfélaganna og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.