Hoppa yfir valmynd

Fjár­fest­ingar og rekstur ársins 2023

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar tók ársreikning sveit­ar­fé­lagsins fyrir í fyrri umræðu á fundi bæjar­stjórnar í gær, miðviku­daginn 24. apríl.

Aldrei hefur verið fjár­fest fyrir jafn mikið og á árinu 2023 en hlutur sveit­ar­fé­lagsins í fjár­fest­ingum ársins nam 417 millj­ónum króna.


Skrifað: 25. apríl 2024

Stærstu fjárfestingarnar voru kaup á nýjum slökkvibíl á Bíldudal, ný slökkvistöð og Áhaldahús á Bíldudal, stækkun leikskólans Arakletts á Patreksfirði og endurbætur á Vatneyrarbúð sem verður formlega opnuð í maí.

Áfram er áformað að fjárfesta verulega í innviðum sveitarfélagsins á komandi árum.

Skuldaviðmiðið í árslok 2024 er 87% en gert er ráð fyrir í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og efirlit með fjármálum sveitarfélaga að skuldaviðmiðið fari ekki yfir150%.

Lántökur á árinu voru 259 milljónir en gert hafði verið ráð fyrir lántöku uppá 320 milljónir. Afborganir langtímalána námu 170,5 milljónum.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er 11 milljón króna tap sem er nokkuð undir áætlun sem gerði ráð fyrir 83 milljón króna hagnaði. Munar þar mestu um gjaldfærslu vegna brúar lífeyrissjóðs uppá 71,5 milljónir, varúðarniðurfærslu á viðskiptakröfum í hafnarsjóði vegna óvissu um álögð aflagjöld ásamt fjármagnsgjöldum sem eru 22% hærri en áætlun gerði ráð fyrir.