Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Fjár­hags­áætlun Vest­ur­byggðar 2019

Fjár­hags­áætlun 2019 var samþykkt í bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar 12. desember 2018.

 


Skrifað: 18. desember 2018

Fréttir

Helstu niðurstöður áætlunarinnar eru að heildarrekstrartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 1.513 millj.kr. en heildarrekstrarútgjöld 1.417 millj.kr. fyrir fjármagnsliði, sem eru áætlaðir 95 millj.kr. Reiknaðir liðir, sem eru afskriftir, verðbætur á langtímalána og breytingar áfallinna lífeyrisskuldbindinga, eru áætlaðir 123 millj.kr. Reksturinn skilar 123 millj.kr. samkvæmt niðurstöðu sjóðstreymis (handbært fé frá rekstri). Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og stofnana er jákvæð um 1,5 millj.kr.

Eignfærðar fjárfestingar eru áætlaðar 149 millj.kr. vegna framkvæmda við grunn- og leikskóla, götur, gangstéttir, göngustíga og lóðir, endurbætur og stofnviðhald á friðuðum húsum og ýmsu öðru húsnæði, framkvæmdir við Bíldudalshöfn, vatnsveitu auk ofanflóðavarna.

Afborganir langtímalána eru áætlaðar 174 millj.kr. og nýjar lántökur 170 millj.kr. Skuldahlutfall bæjarsjóðs og stofnana (samstæðu) er áætlað 119%.