Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2025 - 2028
Fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Vesturbyggðar 11. desember 2024.
Skrifað: 13. desember 2024
Helstu niðurstöður áætlunarinnar eru að heildarrekstrartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 3,27 milljarðar króna en heildarrekstrarútgjöld tæplega 2,7 milljarðar króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði, afskriftir eru áætlaðar 145 millj. kr. og fjármagnsliðir 209 millj. kr. Reksturinn skilar 500,5 millj.kr. samkvæmt niðurstöðu sjóðstreymis (handbært fé frá rekstri). Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og stofnana er jákvæð um 230 millj.kr.
Eignfærðar fjárfestingar eru áætlaðar 676 millj.kr. og er stærsta einstaka framkvæmdin bygging nýs grunn- og leikskóla á Bíldudal en áætlað er að kostnaður við hana nemi um 396 millj. króna á árinu. Einnig verða áframhaldandi framkvæmdir við götur og aðra innviði auk ofanflóðavarna.
Afborganir langtímalána eru áætlaðar 263 millj.kr. og nýjar lántökur 435 millj.kr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs og stofnana (samstæðu) er áætlað 97,2% í árslok 2025.